S
M
Þ
M
F
F
L
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Fyrri mánuður
ágúst 2016
Næsti mánuður
28. maí 2015

Skólaslit Þingeyjarskóla verða að Ýdölum föstudaginn 29. maí kl. 16.30.

Þar verður útskrift leikskólanema sem eru að ljúka sinni leikskólagöngu í vor og útskrift 10. bekkinga.
Einnig verða 1.-9. bekk afhentir vitnisburðir vorannar.
Að loknum skólaslitum verður boðið upp á kaffi/djús og meðlæti. 
Vonumst til að sjá sem flesta og viðburðurinn er öllum opinn.

12. maí 2015

Við viljum benda á að ef grunur um einelti kemur upp er farið eftir eineltisáætlun skólans sem finna má hér: http://www.hafralaekjarskoli.is/Files/Skra_0052656.pdf  þar segir m.a. að ef grunur um einelti kemur upp þá fer af stað könnunarferli sem fylgt er eftir með viðeigandi aðgerðum. Aðgerðum þar sem virkjaðir eru inn starfsmenn skóla, stjórnendur, foreldrar og skólasálfræðingur og eða önnur sérfræðiaðstoð eftir þörfum. Einnig er rétt að geta þess að ef foreldrar/forráðamenn sætta sig ekki við málsmeðferð skólans þá hafa þeir þann sjálfsagða rétt að vísa málum sínum áfram m.a. til fræðslunefndar og/eða  Fagráðs eineltismála í grunnskólum sem starfandi er innan Menntamálaráðuneytisins.

 

Við viljum hvetja foreldra og/eða forráðamenn að hafa samband við skólann ef einhverjar spurningar eða áhyggjur um velferð barna vakna.

 

Virðingarfyllst
skólastjórnendur

 

6. maí 2015

Vortónleikar Tónlistardeildar Hafralækjarskóla verða haldnir
fimmtudagskvöldið 7.maí kl 20:00 að Ýdölum

Allir hjartanlega velkomnir.

Deildarstjóri.
 

 

 

 

14. apríl 2015

 

Miðvikudaginn 15. apríl stefnir Þingeyjarskóli

á skíðaferð í Hlíðarfjall.

 

Ágætu nemendur og foreldrar / forráðamenn

 

Hér koma upplýsingar um skíðaferð sem við stefnum að miðvikudaginn 15. apríl.

Nemendur eru hvattir til að taka með sér skíðabúnað en í Hlíðarfjalli er hægt að leigja búnað (skíði eða bretti) sem kostar 2200 krónur á mann. Þann kostnað bera nemendur sjálfir og koma með peninginn í umslagi í skólann. Það eiga allir að vera með hjálma! Hægt er að fá hjálma endurgjaldslaust í skíðaleigunni í Hlíðarfjalli.

 • Búnaður fyrir þá sem ætla að leigja verður tilbúinn þegar við mætum á staðinn.
 • Skólinn greiðir ferðir og lyftukort handa öllum nemendum og starfsfólki.
 • Við hvetjum foreldra til að koma með í ferðina. Foreldrar þurfa að standa straum af öllum kostnaði sín vegna en geta þó fengið nesti með nemendum og ef til fengið að fljóta með í skólabíl ef það er pláss.
 • Mikilvægt er að allir klæði sig eftir veðri, ekki gleyma húfum, sólgleraugum, vettlingum, sólarvörn og hlífðarbuxum!!!
 • Skólareglur gilda í skíðaferðinni. Engin þörf á aukapening fyrir 1.-6. bekk.

 

Áætluð ferðatilhögun

 • Mæting í skóla á venjulegum tíma og farið beint í morgunmat.
 • Lagt af stað frá skóla eftir morgunverð.
 • Skíðaiðkun og útivera í Hlíðarfjalli.
 • Nesti úr mötuneytinu í hádeginu og aftur um miðjan daginn.
 • Nemendur 1.- 6. bekkjar eru væntanlegir heim að skóla um kl. 16:00, skólabílar keyra síðan heim.
 • Nemendur 7. – 10. bekkjar verða lengur í fjallinu eða til u.þ.b. kl. 16:00. Þá er farið í sund en eftir það tekur við skipulagt félagsstarf. Nemendur þurfa að hafa með sér pening fyrir keilu og bíó en skólinn greiðir fyrir pizzu og sund. Reiknað með að þau verði komin í skólann um 23:00. Og þurfa foreldrar að sækja börnin í Litlulaugaskóla / Hafralækjarskóla.

 

 

ATH! Þar sem skjótt geta skipast veður í lofti er foreldrum bent á að fylgjast vel með tilkynningum á heimasíðu og tölvupósti.

 


                Bestu kveðjur

                            Skíðaferðanefndin

 

4. mars 2015

Skíðaferð Þingeyjarskóla er frestað um óákveðinn tíma vegna slæmrar veðurspár.